
Splunkunýjar flugur á splunkunýri vertíð!
Til hamingju veiðimenn, þá er ný vertíð hafin 1. apríl 2011 og mikil eftivænting hjá þeim sem gefa kuldabola langt nef. Þetta flugnabox fór niður í veiðivesti 31. mars og verður tilbúið strax þegar hefja má veiðar, eins og sjá má er stefnt í sjóbirting. Veiðimaðurinn kom upp um áform sín við okkur þegar við sáum tilhlökkunarstrauma fara um Fésbók. Litlaá verður opnuð í Kelduhverfi, fyir sunnan eru það Skaftfellsku sjóbirtingsárnar: Vatnamót, Tungulækur, Tungufljót, Geirlandsá og fleiri. Í grennd Reykjavíkur má nefna Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn. Og fyrir austan fjall verða væntanlega harðir gaurar í Varmá og hugsanlega í bleikjuleit í Soginu. Veðurspáin er heldur slök: 1 stigs hiti í Öxarfirði á morgun en frýst í lykkjum undir kvöld og verður áfram frosið laugardag. Í Skatafellssýslum fer hiti upp í 3-4 gráður föstudag og laugardag en frostmark undir kvöld og snemma morguns. Vífilsstaðavatn fær besta veðrið, 5-7 stig og rignin á köflum. Leiðbeiningar og kort
í Vífilsstaðavatn er hér. Og vatnaveiðiráð eru hér fyrir næstu vikurnar. Við óskum veiðmönnm gleðistunda á nýrri vertíð!
Viltu fylgjast með öllu því helsta í vikulegum Flugufréttum?
Já!
Ég vil fá reglulegar fréttir af vertíðinni í sumar og gerast áskrifandi að Flugufréttum

Þeir sem ganga í netkúbbinn njóta hlunninda.
- Áskrift að Flugufréttum fyrir aðeins 125 kr. á viku.
- Allar greinar á vefnum ókeypis
- Leitarvélin á vefnum ókeypis, opnar þér aðgang að stærsta gagnabanka á Íslandi um fluguveiðar, aðeins fyrir áskrifendur.
- Sjálfkrafa þátttaka í áskrifendahappdrætti Flugufrétta í vor, margvíslegir vinningar í boði.
- Aðgangur að nærri 600 tölublöðum af Flugufréttum allt frá árinu 2000!
Hvað segja lesendur Flugufrétta um blaðið? Smelltu hér til að skrá þig.