Aftur formaður: Bjarni Júlíusson
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykajvíkur var í gær og kosning til stjórnar hörkuspennandi: Bjarni Júlíusson var kosinn formaður án mótframboðs, en örfá atkvæði skildu að menn í almennri stjórnarkosningu. Efst var þó Ragnheiður Thorsteinsson með gríðarlega sterka kosningu. Aðrir í stjórn eru: Árni Friðleifsson, Bernhard A. Petersen, Hilmar Jónsson og Ásmundur Helgason.
Ragnheiður Thorsteinsson: Næstum fullt hús í stjórn!
Samkvæmt ársskýrslu var mikið tap á rekstri félagsins annað árið í röð. 40 milljóna króna tap varð, en í fyrra 50 mkr. Sagt er þó að vonir standi til að á næsta ári snúist þetta við.
Í skýrslunni er hafsjór af fróðleik um veiðar og málefni félagsins sem þrátt fyrir fjárhagstap stendur vel með félagafjölda sem vex ár frá ári. Til tíðinda heyrir að kvóti verður settur á Norðurá, fimm laxar á vakt, og í Gljúfurá, fimm laxar á dagsstöng.