Ný mynd um veiðar á Íslandi kemur út þessa dagana. Hún er hluti af þáttaröð frá ýmsum löndum þar sem sýndir eru girnilegir veiðistaðir og fjölbreytt og falleg fluguveiði. Þáttaröðin nefnist ,,The Source", og er þriðji diskurinn um Ísland.
Myndin fjallar um ferðalag kvikmyndagerðarmanna um landið í leit að ævintýrum og flottri fluguveiði. Þau ferðuðust um Ísland og eltust við sögur um risafiska og frábæra veiði ásamt því að veiða í mörgum af okkar flottustu ám. Myndinni er skipt í hluta þar sem hverri tegund íslensku laxfiskanna er gerð góð skil að sögn útgefenda.
Áður eru komnar út tvær myndir í sama flokki, The Source - Tasmanía og The Source - Nýja Sjáland.
The Source - Ísland er nýjasta afurðin og er textuð á íslensku. Búið er að leggja metnað í að gera myndina hæfa til útgáfu á Íslandi. Það er I.A.T. slf - Iceland Angling Travel sem mun sjá um dreifingu á Íslandi.
Það skal tekið fram að hinar myndirnar fara ekki í sölu í búðum en þær eru ekki með íslenskum texta. Hér má finna upplýsingar um hvernig hægt er að panta myndina á netinu og gefst áhugasömum tækifæri til að kaupa allar þrjár myndirnar saman í pakka á sérstöku tilboðsverði.
The Source - Ísland mun kosta kr. 4.990.- en tilboðspakkinn með öllum þremur myndunum verður á kr. 9.990.- og er heimsending hvert á land sem er innifalin í verðinu