Á heimasíðu SVFR kemur fram að 6. nóv. nk. verði ráðstefna á vegum Landssambands Stangaveiðifélaga haldin í tilefni stórafmælis sambandsins. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík á milli 14 og 17 og er umfjöllunarefnið seiðasleppingar í ám og vötnum.
Ráðstefnan verður í formi pallborðsumræðna og er haldin í tilefni 60 ára afmælis LS. Ennfremur segir á vef SVFR:
Dagskrá afmælisráðstefnu er eftirfarandi:
Reynir Þrastarson, Formaður LS setur fundinn og skipar fundarstjóra.
Jón Bjarnason, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar ráðstefnuna.
Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun, fjallar um rannsóknir á seiðasleppingum.
Árni Ísaksson, Fiskistofu, fjallar um seiðasleppingar í veiðiár, stjórnsýslu og eftirlit.
Óðinn Sigþórsson, LV, fjallar um viðhorf veiðiréttareigenda til seiðasleppinga.
Þröstur Elliðason, Veiðiþjónustunni Strengir, fjallar um uppbyggingu veiðiáa með seiðasleppingum.
Pálmi Gunnarsson, Íslensku fluguveiðiþjónustunni, fjallar um sjálbæra þróun í lax- og silungsveiðiám.
Guðmundur Stefán Maríasson, Formaður SVFR, fjallar um viðhorf stangaveiðimanna til seiðasleppinga.
Fundarstjóri verður Ingólfur Þorbjörnsson, fyrrum formaður LS.
Á eftir ofangreindum framsögum munu eiga sér stað fyrirspurnir úr sal og má eiga von á líflegum umræðum um þetta viðfangsefni.
Allir áhugamenn eru velkomnir.