Þorsteinn Þ. hjá Landssambandi Veiðifélaga (www.angling.is) er með ágætar hugleiðingar og tölur um laxveiði undanfarið í pistli á heimasíðu LV. Orðrétt segir m.a. ,,Ljóst er að síðari hluti þess áratugar sem nú er að líða er besta veiðitímabil síðan ábyggilegar veiðiskráningar hófust. Næst á eftir kemur 8. áratugurinn." Ef tekið er mið af viðmiðunarám LV munar sex löxum á árunum 2009 og 2010 en Rangárnar eru enn opnar.
Jón Gnarr að opna Elliðaárnar í sumar.
Þorsteinn skoðar heildarveiðitölur og sérstaklega er áhugavert að taka út hafbeitarárnar því þá má sjá það sem nær myndi teljast eðlilegum eða náttúrulegum sveiflum stofnanna. Ennfremur segir Þorsteinn: ,,Hitt vil ég leggja áherslu á, að sveiflur hafa verið í veiðinni svo lengi sem sögur ná til. Því megum við ekki láta núverandi velgengni stíga okkur til höfuðs. Mögru árin munu koma þó seinna verði ? eins og í Egyptalandi forðum."