2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
28.9.2010

Langá lokaði með fimmta besta árangri frá upphafi

Fram kemur á vef SVFR að árnefnd Langár lokaði ánni á síðustu helgi og endaði áin í 2.235 löxum. Það er fimmti besti árangur frá upphafi segir ennfremur. Langá átti við vatnsleysi að etja eins og svo margar aðrar ár þegar líða tók á sumarið en er þó með vatnsmiðlunarlón við Langavatn sem dugði skammt.


Björn Baldursson með hænginn góða, mynd fengin að láni af vef SVFR.

Veiðin er einungis 16 fiskum minni en í fyrra og verður það að teljast góður árangur en auðvitað fara ekki allir veiðimenn frá slíku þurrkasumri ánægðir. Árnefndin lokaði ánni eins og fyrr segir en náðu jafnframt að krækja í stærsta lax sumarsins og var það Björn Baldursson sem dró að landi 86 sm hæng úr Efri-Hvítstaðahyl sem var jafnframt fyrsti lax sumarsins hjá honum. Björn hnýtti sjálfur fluguna sem er silungapúpa og heitir hún viðeigandi nafni, Bjartasta vonin!

28.11.2010

Ný stjórn Stangó

6.10.2010

Svaka partí

8.9.2010

Svaka partí

19.8.2010

Öflug laxagengd

12.8.2010

Rjúpa hvað?

5.8.2010

Fnjóskármet?

26.7.2010

Veiðivötn góð

12.7.2010

Makríll á flugu

23.6.2010

Gargandi snilld

14.6.2010

Rússnesk gyðja

4.6.2010

Trixin í Laxá

4.6.2010

Kastað til bata

30.5.2010

,,Góð tilfinning

26.5.2010

14 laxa opnun

21.5.2010

Af Brúará

20.5.2010

Fiskihundur?

15.5.2010

Héðan og þaðan

14.5.2010

Hvers vegna?

10.5.2010

Litlaá að vori

9.5.2010

Vatnsheld snilld

24.4.2010

100 pundari

21.4.2010

Fallegur urriði

10.4.2010

Búbbi vann!

14.3.2010

Vertíð í nánd!

15.1.2010

Risar og dvergar

8.1.2010

Sumarið 2010