Samkvæmt upplýsingum af vef SVFR er Sogið trúlega að enda í kringum 1300 laxa en seinasti veiðidagur var þar í gær. Eftirfarandi tölur eru komnar í hús en eitthvað á eftir að bætast við:
Bíldsfell 470
Ásgarður 312
Syðri-Brú 212
Alviðra 190
Samtals eru þetta 1.184 laxar en auk þess er veiðin af Torfastöðum tæplega 90 laxar og um þrír tugir úr Þrastarlundi.
Ennfremur segir á vef SVFR orðrétt: ,,Samkvæmt því er Sogið að enda í rúmlega 1.300 laxa veiði, sem er með hreinustu ólíkindum".