Samkvæmt mbl.is funda nú embættismenn Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna um hvort heimila eigi sölu á genabreyttum laxi. Ennfremur segir að fyrirtæki í Massachusetts hafi óskað eftir heimild til að selja genabreyttan lax. Laxinn er sagður vaxa tvöfalt hraðar en villtir frændur þeirra samkvæmt AP fréttastofunni.
,,Villtur" lax úr Blöndu.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið er segir í skýrslu sinni samkvæmt fréttinni að rannsóknir bendi til þess að óhætt sé að borða genabreytta laxinn og að líffræðilegir munur hans og villts lax sé óverulegur. Bandarísk neytendasamtök hafa þó lagst gegn sölu genabreytta laxins þar sem ekki hafi verið rannsakað með afgerandi hætt hvort óhætt er að borða slíkan lax m.a. með tilliti til ofnæmis.