Skemmtinefnd SVFR er að vinna að undirbúningi á uppskeruhátíð stangaveiðimanna og er 29. september n.k. í sigtinu. Hátíðin verður í Gullhömrum í Grafarvogi og verður mikil veisla í tilefni vertíðarlokanna.
Markmiðið er að virkja hin ýmsu stangaveiðifélög og veiðiklúbba til að koma saman og skemmta sér og hljómar þetta mjög spennandi. Í boði verður þriggja rétta matseðill á vægu verði, söng- og skemmtiatriði, happadrætti og fleira og í lok kvöldsins verður allsherjar dansleikur segir á heimasíðu SVFR (www.svfr.is).
Stangaveiðimenn eru hvattir til að daga kvöldið frá og verður dagskrá auglýst síðar.