Geir Gunnarsson með þann stóra, mynd www.visir.is
Mikill stórlaxagangur hefur verið á Nessvæðinu í Aðaldal undanfarna daga og komu tveir 25 punda upp í gær auk stærsta lax sumarsins: ?Hann var eins og fallegt, feitt konulæri," segir Geir Gunnarsson, forstjóri Honda-umboðsins, í samtali við Fréttablaðið (sjá www.visir.is ). Hann tók stærsta lax sumarins að því best er vitað , 110 sentimetra langan og 51 sentimetra að ummáli í Krirkjuhólmakvísl á Nessvæðinu í Aðaldal.
Laxinn er að minnsta kosti 26 pund samkvæmt áætlunum út frá lengd og þykkt. ?Ég gaf engan séns heldur tók mjög stíft á laxinum
og var ekki nema tuttugu mínútur að landa honum. Það var mikill léttir að laxinn skyldi ekki drepast og hann synti aftur á sína heimaslóð," samkvæmt samtali við vefmiðilinn. Mikill gangur hefur verið á Nessvæðinu undanfarna daga og Bubbi Morthens fylgist vel með og sendir okkur skeyti: ,,100-103-105-110 cm komu upp á Nessvæðinu seinustu 3 daga í Aðaldal þetta er að verða pínkulítið ævintýri sem minnir ekki lengur á gamla daga heldur er þetta orðið eins og það var það. Er ekki ólíklegt hún nálægt 500 löxum í sumar" segir hann. Þeir sem vilja kynnast svæðinu ættu að lesa bók Bubba, Áin, og ekki gleyma lifandi myndum á diski sem sýnir vel tröllin í gamla daga. Öllum laxi er sleppt í Aðaldal og aðeins veitt á flugu.