Það er mikill gangur í laxveiðinni þessa dagana í Laxá í Dölum, en tvö síðustu holl hafa náð kvótanum sem er 180 laxar. Því hafa 360 laxar komið á land síðustu daga en það eru einnig fyrstu maðkahollin. Það eru sex stangir í ánni og menn um tvo tíma að ná kvótanum á hverri vakt að sögn og eftir það eru það bara flugur og sleppa. Valbjörn Sæbjörnsson kokkur í veiðikofan í Þrándargili var ánægður með ánna í viðtali við flugur.is rétt fyrir kvöldmat, sagði að mikið hafi rignt á heiðinni og áin í frábæru ástandi. Hún hafi aðeins skolast í morgun en var fljót að hreinsa sig og fiskur um alla á.
Laxá í Dölum. Mynd fengin að láni af vef SVFR.
Það eru auðvitað frábært að lenda á svona tíma en þetta vekur samt upp spurningar varðandi friðun stórlaxins sem hefur verið aðalumræðuefni laxveiðimanna í sumar. Það er nánast allt drepið þegar maðkahollin
byrja, en sleppiskylda hefur verið á fluguveiddum laxi 70 sm. og stærri fram að maðkatímabilinu. Eftir það virðast leikreglur breytast og ekki lengur nauðsynlegt að vernda hin frægu en umdeildu ,,stórlaxagen".
Það virðist því vera einvörðungu á ábyrgð fluguveiðimanna að vernda stórlaxinn á Íslandi.