Ágústhúmið lokkar þá upp, höfðingjana á Nessvæðinu.
Bubbi Morthens stendur stórlaxavaktina á Nessvæðinu í Aðaldal, hvort sem hann er á staðnum eða ekki og sendir fréttaskeyti: Danskur veiðimaður náði í gær 109 sm fiski. Fer líkast til langt í að vera stórlax númer eitt á sumrinu það sem af er. Sá tók á Skerflúð, Hairy Mary, brúna, - einkrækju. Það sem meira er: Laxinn var Maríulax, metinn á 27-8 pund! Bubbi þekkir stórlaxasögu
árinnar vel, höfundur bókarinnar Áin, sem einmitt fjallar um svæðið. Reyndar má ætla að dragi til stórtíðinda á næstunni á Nessvæðinu eins og við höfum áður greint frá, og nú bætist við að Bubbi kóngur boðar komu sína á svæðið í heila viku!