Það er happadrætti að stunda laxveiðar. Þurrkatíð undanfarinna sumra hefur gert það að verkum að "besti" tíminn er orðið afstætt hugtak. Samkvæmt vef SVFR er hollið sem er að veiðum í Laxá í Dölum komið með 90 laxa og ekki allt búið enn. Það eru samtals 6 stangir og því ágæt meðalveiði á stöng þar á bæ.
Mynd fengin af láni af vef SVFR (www.svfr.is).
Það eru komnir yfir 500 laxar á land í Laxá í Dölum og enn er fiskur að ganga. Ennfremur segir að áin sé búin að hreinsa sig eftir rigningarnar og er nú ,,draumavatn í ánni". Það má áætla að veiðitölur rjúki upp á næstunni því nú fer maðkatímabilið í hönd.