Nýverið hafa verið fluttar fréttir af útboðsmálum í Flekkudalsá í Dölum. Fyrri leigutakar áttu farsæla tíð þar sem lögð var áhersla á sjálfbærni og eingöngu fluguveiði, sjá viðtal við Loga Kristjánsson hér. Samkvæmt heimildum flugur.is er Svisslendingurinn Doppler með hæsta tilboðið og er það töluvert hærra en annarra. Doppler þessi hefur haft aðrar ár á leigu hér á landi undanfarin ár, t.d. Ormarsá, Deildará og Hauku. Bæði þýðir tilboð Dopplers að hækka þarf veiðileyfi og eins hafa menn áhyggjur af því að Flekkan breytist í einkaklúbb sem loka mun á þá aðila sem veitta hafa ánna árum og áratugum saman.
Fallegur hylur í Tunguá sem er hluti af veiðisvæði Flekkudalsá.
Áhyggjur manna geta vel verið á rökum reistar því dæmi eru um að ár sem áðurnefndur Doppler hefur haft á leigu hafi verið settar í farveg sem lokaði á innlenda aðila. Það er auðvitað réttur hvers og eins leigutaka að haga málum eins og viðkomandi hentar en það er döpur þróun ef rétt reynist.