Það er jú þannig að laxinn reynist víða á Íslandi og það reyndi fréttaritari flugur.is nýverið. Á Súgandafirði, rétt norðan við þorpið Suðureyri er á sem heitir Staðará, milli bæjanna Bæjar og Staðar í Staðardal. Hún breytist svo í Vatnadalsá ofar í dalnum og á uppruna sinn í Stóravatni en þar er einnig bleikja.

Staðarárlax lá fyrir rauðri Francis #14 með silfurkrók.
Það gafst tækifæri til að skjótast í ánna eina kvöldstund og eftir samningaviðræður við Kalla á Bæ var haldið til veiða. Það leið innan við klukkutími áður en fyrsti laxinn kom á land og tók laxinn með látum. Veiðileyfin eru ekki í dýrari kantinum þarna og áin liðast skemmtilega um dalinn, fullt af hyljum og nettum breiðum