(Mynd: Sunnlenska fréttablaðið)
Sunnlenska fréttablaðið greinir frá ,,góðri" netaveiði í Ölfusá, sem hér er haft innan tilvitnunarmerkja því flestum stangveiðimönnum á Suðurlandi finnst fréttin líklega slæm. En mikil er veiðin vissulega samkvæmt vef blaðsins í skilmerkilegri frétt:
Að sögn Jörundar Gaukssonar í Kaldaðarnesi hefur fiskgengd í Ölfusá verið góð það sem af er sumri og augljóst að skilyrði í sjónum væru góð.Jörundur leggur net út frá Kaldaðarnesi í Ölfusá og hefur lokið veiði þetta sumarið. 352 laxar veiddust í net út af Kaldaðarnesi og allnokkuð af sjóbirtingi. ,,Fiskurinn er feitur og fallegur og það bar meira á tveggja ára fiski en undanfarin ár,? sagði Jörundur sem er formaður Veiðifélags Árnessinga." Teitur Örlygsson stórveiðimaður hefur skoðun á málinu á Facebook, og fleiri:
,,Viðtal við Formann Veiðifélags Árnessinga þar sem hann stærir sig á því hvað mikið af stórlaxi er að flækja sig í netunum. Á sama tíma koma fyrirmæli frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem fram kemur að stólaxagenin séu í bráðri hættu og sleppa beri öllum stórlaxi. Missti Jörundur af þessum tilmælum? Væri gaman að sjá myndir af bændum losa stórlaxana úr netunum og sleppa þeim aftur. :-)"
Fleiri leggja svo orð í belg: