2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
12.8.2010

Rjúpa hvað?

Það er margt sem ber á góma í veiðiferð. Fréttaritari flugur.is var fyrir stuttu staddur í Flekku og voru menn að ræða ýmislegt óvenjulegt sem hent hefur í laxveiði. Þessi fréttaritari sagði þá sögu frá árinu 2008 sem gerðist við Langá, en við Nils Jörgensen guide og veiðisnillingur með meiru vorum þar að rölta niður með ánni í leit að fiski. Þá ber svo við að ég kem auga á rjúpnapar á vappi og styggðust fuglarnir lítið við ferðir okkar.


Nils Jörgensen með rjúpuna við Langá.

Ég montaði mig þá af því að hafa veitt þessa fugla í tugi ára og talaði um jólin og annað sem þeim tengdist. Nils stóð um 10-15 metra frá fuglunum og spurði hvort hann ætti að veiða þá, ég hló við og sagðist ekki hafa séð það gert með flugustöng áður. Nils dró þá

út línu og falskastaði 2-3, síðan kastaði hann á rjúpurnar og náði í fyrsta kasti að krækja flugunni um löppina á kvenfuglinum og dró hana inn með yfirvegun. Karrinn var mjög ósáttur við aðfarinar og lét ófriðlega. Eftir að hafa handfjatlað rjúpuna stutta stund losaði Nils fluguna, og taka ber fram að flugan kræktist utan um línuna en festist ekki í fuglinum, og gaf rjúpunni frelsi.

Mér þótti mikið til koma, og þá sérstaklega að ná henni óskaddaðri í fyrsta kasti og sagði þessa sögu í áðurnefndri ferð í Flekku. Menn ræddu þetta aðeins og síðan var haldið til veiða. Fiskurinn tók frekar illa í þessari ferð, lítið vatn og veðurblíða var allsráðandi og laxinn latur.

Síðasta daginn bar þó til tíðinda en svo vildi til að einn veiðifélaginn, Ingþór Ásgeirsson orðaður við Eymundsson, náði að galdra upp tvo laxa með frekar óvenjulegri veiðiaðferð, en hann snaraði laxana, þ.e. að línan vafðist utan um fiskana án þess að þær tækju fluguna. Hann var heldur brattur í lokin og átti þessi fleygu orð:

Rjúpa hvað!

28.11.2010

Ný stjórn Stangó

6.10.2010

Svaka partí

8.9.2010

Svaka partí

19.8.2010

Öflug laxagengd

12.8.2010

Rjúpa hvað?

5.8.2010

Fnjóskármet?

26.7.2010

Veiðivötn góð

12.7.2010

Makríll á flugu

23.6.2010

Gargandi snilld

14.6.2010

Rússnesk gyðja

4.6.2010

Trixin í Laxá

4.6.2010

Kastað til bata

30.5.2010

,,Góð tilfinning

26.5.2010

14 laxa opnun

21.5.2010

Af Brúará

20.5.2010

Fiskihundur?

15.5.2010

Héðan og þaðan

14.5.2010

Hvers vegna?

10.5.2010

Litlaá að vori

9.5.2010

Vatnsheld snilld

24.4.2010

100 pundari

21.4.2010

Fallegur urriði

10.4.2010

Búbbi vann!

14.3.2010

Vertíð í nánd!

15.1.2010

Risar og dvergar

8.1.2010

Sumarið 2010