Fréttaritari flugur.is var við veiðar í Flekkudalsá í Dölum nú um helgina í eindóma veðurblíðu og vatnsleysi. En þrátt fyrir erfiðan vatnsbúskap er áin smekkfull af laxi og var nánast sama í hvað hyl var litið. Meðfylgjandi myndband sýnir veiðistað nr. 14, Fljótið en ef vel er gáð sést að dökku fletirnir eru raðir af laxi, hver á eftir öðrum.
Fljótið í Flekkudalsá.
Það er öfundsvert það holl sem verður við veiðar í Flekku þegar fer að rigna af einhverju viti í Dölunum, hylir á borð við Fljótið, Jónsbakka og fleiri halda allir mikið af fiski.