2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.8.2010

34 punda tröllið reyndist líklega fleipur, netabændur óska eftir myndum

Einhver umræða hefur átt sér stað undanfarið um 34 punda lax sem átti að hafa veiðst í net í landi Laugardæla. Fréttir af þessu voru bornar til baka af vefmiðlinum Vötn og Veiði í dag (www.votnogveidi.is) þar sem áðurnefndir netabændur óskuðu eftir myndum eða fréttum af skepnunni því þetta væri einn af þeim stærri þar á bæ. Fréttir af þessu birtust 3. og 4. ágúst meðal annars á Vötn og Veiði og Pressunni.


Mynd fengin að láni af vef SVFS en ekki er þetta umrætt tröll.

En sagan er ekki öll sögð enn, því aðrir miðlar brugðust ókvæða við og fór málið að tengjast stór-umræðu sumarsins, verndun stórlaxa. Til dæmis birtist grein á vefnum hjá Agninu (www.agn.is) þann 5. ágúst undir yfirskriftinni ,,Dauðir netaveiddir laxar hrygna ekki heldur", og má sannarlega taka undir þá ábendingu þó að það líti út fyrir að þessi

umrædda skepna hefði aldrei hrygnt enda líklega uppspuni.

En hvað svo? Umræðan um netaveiðar hefur verið áberandi undanfarin ár, SVFR reyndi að vinna að málinu með uppkaupum neta hjá bændum og tóku meðal annars almennir félagar þátt með því að kaupa flugur. Það gekk illa því SVFR fékk ekki nauðsynlegan stuðning tengdra aðila, þrátt fyrir að líklega hafi niðurstaða í málinu ekki verið nær en með þeirri tilraun.

Það er alveg ljóst að virði netaveiddra laxa er töluvert minna en stangaveiddra og því hlýtur það að vera hagur allra ef rétt er að málum staðið að netaveiðar á laxi hætti alfarið. Það gengur þó varla að flytja þetta virði frá einum aðila til þess næsta án þess að eitthvað annað komi í staðinn, því staðreyndin er sú að bóndi sem hættir að leggja net græðir lítið á því að veiðileyfasali í öðru vatnakerfi selji daga.

Þessum fréttaritara hugnast reyndar svipuð leið en með þátttöku allra sem veiða lax á stöng. Sú leið væri að ákveðið hlutfall af hverjum seldum degi feli í sér gjald auk sérstaks framlags frá viðkomandi sveitarfélagi, sem notað verði til uppkaupa netaréttinda til lengri tíma, t.d. 50 ára. Því greiði þeir mest sem veiða mest. Það er alveg ljóst að hagnaður samfélagsins er svo mikill af þessari iðn að hlúa þarf að þessum málum og þær stofnanir og félög sem að koma þurfa að finna framtíðar lausn þar sem minni hagsmunir víkji fyrir meiri. Það heyrist hins vegar lítið um þessi mál að öðru leyti en að veiðimenn eru hvattir til að sleppa stórlaxi.

 

28.11.2010

Ný stjórn Stangó

6.10.2010

Svaka partí

8.9.2010

Svaka partí

19.8.2010

Öflug laxagengd

12.8.2010

Rjúpa hvað?

5.8.2010

Fnjóskármet?

26.7.2010

Veiðivötn góð

12.7.2010

Makríll á flugu

23.6.2010

Gargandi snilld

14.6.2010

Rússnesk gyðja

4.6.2010

Trixin í Laxá

4.6.2010

Kastað til bata

30.5.2010

,,Góð tilfinning

26.5.2010

14 laxa opnun

21.5.2010

Af Brúará

20.5.2010

Fiskihundur?

15.5.2010

Héðan og þaðan

14.5.2010

Hvers vegna?

10.5.2010

Litlaá að vori

9.5.2010

Vatnsheld snilld

24.4.2010

100 pundari

21.4.2010

Fallegur urriði

10.4.2010

Búbbi vann!

14.3.2010

Vertíð í nánd!

15.1.2010

Risar og dvergar

8.1.2010

Sumarið 2010