Þrátt fyrir nánast endalausar fréttir af vatnsleysi og veðurblíðu þá gerist nú samt ýmislegt við árbakkann. Hollið sem var að ljúka veiði í Hítará skráði til bókar 25 laxa á 3 stangir og það er nú alls ekki slæmt miðað við aðstæður. En af þessum 25 voru 2 maríulaxar og það voru jafnöldrur sem lönduðu þeim, 10 ára hnátur.
Mynd fengin að láni af vef SVFR.
Annar laxinn kom úr Steinastreng en hinn úr Langadrætti. Ekki slæm byrjun hjá þessum ungu snillingum.
Langvinsælasta flugan í Hítará þessa daganna er rauð Francis #14-16 að sögn Einars Viðarssonar staðarhaldara.