Norðurá hefur verið afskaplega vatnslítil undanfarið eins og alþjóð veit, enda fréttir af laxadauða þaðan birst í flestum miðlum. En hálfur rigningardagur getur skipt sköpum eins og hollið sem var að ljúka veiði getur vitnað um, en þau lönduðu samtals 23 löxum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það telst svo sem ekkert met að holl í Norðurá landi 23 löxum á þessum tíma sumars en hollið á undan náði bara 5!
Jón G. Baldvinsson með fallegan Norðurárlax. Myndin er ótengd fréttinni.
Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari var í hollinu og sagði að áin væri full af laxi en laxinn taki nánast eingöngu microflugur #16-18 og áberandi meira ef grænt er í þeim eins og til dæmis Green Butt en einnig hafi fleiri flugur gefið og nefndi sérstaklega fluguna Magdalenu.