Samkvæmt vef Veiðimálastofnunnar (www.veidimal.is) hefur flundran ekkert á móti því að japla á laxaseiðum. Flundran er nýbúi hérlendis og höfum við á flugur.is fjallað um hana stuttlega nokkrum sinnum og nú síðast er flundrugildra var sett upp í Hlíðarvatni í Selvogi. Flundran sést nú víða um land í ferskvatni en hún fer til sjávar til að hrygna.
Ljósmynd: Björn Þorsteinsson, fengin að láni af vef Veiðimálastofnunnar.
Ennfremur segir að lítið sé vitað um lífshætti hennar og skorti mjög á grunnupplýsingar tegundarinnar. Vitað er að flundra finnst einkum á neðri hluta margra vatnasvæði m.a. á svæðum sem laxfiskar nota til hrygningar og seiðauppeldis.
Flundran getur náð þokkalegri stærð og er ágætis matfiskur en flestir verða þó fyrir vonbrigðum þegar hún hleypur á snærið!