Fram kemur á heimasíðu SVFR (www.svfr.is) að farið er að bera á laxadauða í Norðurá og ástandið talið verra en árið 2007 en þá hrjáðu langvarandi þurrkar laxastofnana á Vesturlandi.

Bjarni Júlíusson með fyrsta lax sumarsins í Norðurá 2010.
Segir ennfremur að leiðsögumenn við Norðurá telji ástandi orðið alvarlegt. Lax fær ekki nægjanlegt súrefni við þessar aðstæður og sökum veðurblíðu er áin hætt að kólna á næturna. Áin er í raun við að þorna upp og ekkert hefur veiðst neðan við Víðinesfljótið í 3 daga sem sýnir að lax gengur ekki við þessar aðstæður. Það er að finnast dauður lax í nokkrum hyljum.
Við vonum sannarlega að næstu dagar beri með sér vætu en ítrekað hefur rigningaspá ekki ræst.