Áfram heldur umræðan um verndun stórlaxins. Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunnar skrifar nú annan pistil og er hann birtur í heild sinni á vef stofnunarinnar (www.veidimal.is) undir yfirskriftinni "Stórlaxinum verður að hlífa í öllum náttúrulegum laxveiðiám - líka í Blöndu".
Þar svarar Sigurður gagnrýni varðandi fyrri grein sína, en ekki voru allir á eitt sáttir um þá vísindalegu nálgun sem Sigurður notaði til að nálgast niðurstöðu. Sigurður sýnir svart á hvítu fram á að hlutfall stórlaxa hefur minnkað í Blöndu þrátt fyrir að stofn árinnar hafi vaxið með virkjuninni.
Flugur.is hvetja alla sem að málum koma varðandi laxveiði, hvort sem um er að ræða neta- eða stangaveiðar, að lesa grein Sigurðar því taka þarf á þessum málum á samræmdan hátt.