Það sem af er laxatímabilinu hafa fréttir af aflabrögðum verið nánast lyginni líkar. Landssamband Veiðifélaga tók saman tölur um samanburð milli ára og niðurstaðan er hreint mögnuð (www.angling.is). Göngurnar eru enn á fullu en þó gerir vatnsleysið mönnum erfitt fyrir, sérstaklega á Mýrum, Snæfellsnesi og í Dölunum.
Þessar tölur eru miðaðar við kvöld 14. júlí.
Árið 2006 var aflatalan .... 5.433 laxar.
Árið 2007 var aflatalan .... 1.784 laxar.
Árið 2008 var aflatalan .... 6.901 lax.
Árið 2009 var aflatalan .... 5.962 laxar.
Á sama tíma í ár er veiðin 12.509 laxar.
Það verður að segjast að veiðin í ár er ótrúleg það sem af er, næstum tvöföld frá 2008 sem var þá metár.