Straumarnir í Hvítá í Borgarfirði eru æði misjafn veiðistaður, þegar lítið vatn er í Norðurá safnast laxinn oft fyrir í Straumunum og bíður átekta. Þá er hægt að ná frábærri veiði ásamt því að sjóbirtingur bætist svo við aflann þegar líða tekur á júlí. Samkvæmt SVFR var veiðin komin í 248 á hádegi á þriðjudag og má því vel búast við því að hún sé farin að slaga í 300 nú þegar.

Fréttaritari með fallegan lax úr Straumunum.
Dæmi eru um að holl hafi náð yfir 90 löxum við svona aðstæður. Veiðihúsið er einnig eitt það elsta á Íslandi og svæðið er allsérstakt af laxveiði að vera. Veiðistaðirnir eru strandlengja Hvítá að Norðurá og bunkar laxinn sig saman í tæru vatninu þar sem það skríður undir litaða vatnið í Hvítá og getur því verið erfitt að sjá laxinn þrátt fyrir að oft sé gríðarlegt magn af honum.