Frétt okkar um makrílveiðar í Kópavogi kveiktu í einum vina okkar sem þaut af stað með réttu græjurnar: ,,...las fréttina um makrílinn, ég fór bæði í gær og í dag að veiða við höfnina og fékk sæmilega veiði, reyndi ég fyrst flugu en gaf það snögglega upp á bátinn en ekki vegna slaks gengis heldur vegna hættu á að veiða börn í bakkastinu, en ég notaðist við flugu sem ég hannaði út frá video ykkar af sjóbirtingsveiðum á Snæfellsnesinu, hannaði ég
hvítt Sun Ray afbrigði á áltúbu og setti peacock í hliðarnar til að líkja eftir röndinni á flið sandsílisins sem og ég lét túpuna standa aðeins fram úr hausnum til að líkja eftir höfuðlagi sandsílisins og setti augu, þetta notaði ég svo á stöng nr. 6 með sökk enda og sökkti vel áður en ég strippaði hratt inn, sá ég makríl elta en tók ekki en ég hætti eftir tvö köst og skipti yfir í kasstöng þar sem mikið var af fólki á bryggjunni og þótti mér það of áhættusamt. En semsagt hægt er að veiða makrílinn á flugu ef aðstæður leyfa.
Kveðja, Bjarki" Þetta eru góðar fréttir, og staðfesta það sem Flugufréttir hafa áður birti, þessi góði matfiskur tekur flugu í sjó og bragðast að auki vel!