Fréttir eru að berast af stórlöxum í Breiðdalnum en áin hefur ekki verið veiðileg vegna flóða fyrr en undanfarna daga. Samkvæmt heimasíðu Strengs (www.strengir.is) gaf morgunvaktin í gær 10 laxa en á meðal þeirra voru nokkrir höfðingjar.
Richard með 25 punda hænginn, mynd fengin að láni af www.strengir.is.
25 punda 106 sm langur hængur veiddist á Skammadalsbreiðu! Ummálið var 50 cm svo hann var vel í holdum. Laxinn tók Black and Blue keilutúpu og veiðimaðurinn er Richard Arnold frá Englandi og tók viðureignin 40 mínútur. Richard var með öfluga 16 feta tvíhendu og sterkan taum undir og tók vel á honum. Laxinn var ekki lúsugur og að lokum mælingum og myndatökum var honum sleppt aftur og hefur verið vart við fleiri bolta.