Þrjár laxveiðiár eru komnar yfir 1000 laxa múrinn það sem af er sumri samkvæmt vef SVFR. Þverá/Kjarrá, Norðurá og Blanda hafa allar náð þessu marki segir í fréttinni en gögnin eru byggð á upplýsingum frá Landssambandi Veiðifélaga sem eru með heimasíðuna www.angling.is.
Merki Landssambands Veiðifélaga. Vörumerki fengið að láni af vef sambandsins, www.angling.is.
Tölurnar ná til 7.júlí og eru því glænýjar. Þverá/Kjarrá er efst með 1082 laxa, Norðurá er í 1050 og Blanda með 1022. Þetta eru glæsilegar veiðitölur og þarna er sannarlega um ólíkar ár að ræða.