107 sm lax kom á land í Laxá í Aðaldal fyrr í dag samkvæmt Pressunni (www.pressan.is). Veiðimaðurinn knái heitir Gísli Ásgeirsson og var hann við veiðar á veiðisvæði Laxárfélagsins.
Gísli Ásgeirsson með laxinn, mynd fengin að láni af Vef Pressunnar.
Fiskurinn reyndist vera 107 sm en samkvæmt viðmiðunartöflu frá Veiðimálastofnun er um að ræða 24 - 25 punda fisk. Þó má benda á athugasemd Péturs Péturssonar leigutaka í Vatnsdalsá í frétt hér á flugur.is frá í gær, en hann vill meina að nýgenginn stórlax sé yfirleitt um 3 pundum yfir uppgefinni þyngd samkvæmt töflunni.