Það er ekki nema von að öll gisting og veiðileyfi séu uppseld í Veiðivötnin í sumar. 2009 var metsumar en þá veiddust 36.609 fiskar. Á fyrstu tveimur vikunum nú í sumar eru heildartölur komnar í 10.672 og enn af nógu að taka. Miðað við eftirspurn hljóta Veiðivötn að vera með eftirsóttari silungastöðum og ekki að furða.
Ljósmynd: Bryndís Magnúsdóttir - fengið að láni af vef Veiðivatna (www.veidivotn.is).
Enda hvað annað er hægt að biðja um, margir og fjölbreyttir veiðistaðir, nógur fiskur og frábær náttúra!