Starfsmenn Veiðimálastofnunar eru iðnir við kolann eða réttara sagt silunginn í þessu tilviki og settu nýlega upp öflugan nýjan fiskteljara í Grenlæk í Landbroti. Teljarinn gefur möguleika á að greina milli fisktegunda þar sem hreyfimyndir er teknar af hverjum fiski.
Mynd fengin að láni af www.veidimal.is.
Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun (www.veidimal.is) er aðalega sjóbirtingur í Grenlæk en einnig staðbundinn urriði og bleikja. Teljarinn er nettengdur og því er hægt að skoða myndir nánast í rauntíma.
Fisktalning hefur verið í Grenlæk frá árinu 1996 og þykir hafa gefið góða raun en vonir standa til enn meiri árangurs með bættum búnaði.