Fréttaritari Flugur.is var staddur á Arnarvatnsheiði norðanmegin í vikunni og hitti þar hjónin Hólmfríði og Jón. Þau voru nýkomin úr Veiðivötnum þar sem þau hafa verið í opnunarhollinu undanfarin 13 ár. Þarna fara greinilega alvanir veiðimenn því ekki leið á löngu þar til Hólmfríður galdraði glæsilegan urriða upp úr Sesseljuvík í Arnarvatni.
Hólmfríður Karlsdóttir með fallegan 7 punda urriða.
Einhverjar skoðanir voru nú samt á þynd urriðans því nokkrir vanir veiðmenn voru á því að vigtin væri biluð, því þessi urriði væri ekki pundinu léttarei en að minnsta kosta 8. Viðtal við Hólmfríði má svo sjá hér fyrir neðan.