Víða er komið við í Flugufréttum dagsins og alls staðar ber að sama brunni: Mokveiði, stórlaxagengd og frábært veiðisumar að hefjast.
Fjölmargir veiðistaðir koma við sögu í stútfullu fréttabréfi: Þverá/Kjarrá, Arnarvatnsheiði, Hlíðarvatn í Selvogi, Hraunsfjörður, Langá á Mýrum, Stóra-Laxá í Hreppum, Laugarvatn og Hólsá, Eyjafjarðará og Veiðivötn á Landmannaafrétti.
Drekktu í þig nýjar Flugufréttir með morgunkaffinu.