Jafn sterkasta flugan í alla laxveiði? Svo segir Dr. Jónas.
10 ára afmæli www.frances.is og þá loksins afhjúpar Dr. Jónas leynivopnið sitt sem afmælisgjöf til veiðimanna: Svarta frances með hvítum væng.
Einfalt og veiðið segir hann, en telur jafnframt að frances keilutúpa í öllum afbrigðum sé jafn sterkasta alhliða flugan í laxveiði. Í tilefni afmælisins ætlar frances.is að standa fyrir útgáfu bókar um jólin og höfundar eru veiðimenn sem senda inn sögur og myndir og komast þannig á spjald sögunnar. Frances er elsta netverslun á Íslandi með flugur, en nú hefur samkeppnin aldeilis harðnað, www.veidiflugur.is komnar inn, www.flugan.is og fleiri auk hinna hefðbundnu. En Jónas virðist ætla að halda sínu striki eftir 10 ár á vefnum, sem hann telur reyndar hafa verið byltingarkennd að mörgu leyti.
Jónas segir í fréttaskeyti: Netverslun okkar www.frances.is var stofnuð á vordögum 2000 og á því tíu ára afmæli um þessar mundir. Þessi áratugur hefur verið ótrúlega skemmtilegur og lærdómsríkur fyrir okkur sem höfum rekið vefinn og vonandi líka fyrir ykkur viðskiptavinina. Í upphafi var hugmyndin að auka aðgengi veiðimanna að góðum flugum sem ég hafði hnýtt í svo mörg ár og selt veiðimönnum, bæði þegar ég vann sem leiðsögumaður á sumrin og einnig þeim sem komu í heim til mín og kíktu í kassana....
Fyrir tíu árum síðan þótti mér internetið vera mjög spennandi kostur bæði til þess að miðla fróðleik um fluguveiði og að selja flugurnar. Á þessum áratug hafa margar breytingar átt sér stað í því sem hægt er að kalla “fluguveiðimenningu” okkar. Líkja má mörgu af því sem nýtt hefur komið fram við byltingu í fluguveiði. Gárutúpurnar voru þróðar áfram, örflugurnar hannaðar og svo keilutúpurnar. Í dag eru túpur í öllum stærðum og gerðum vinsælastar til fluguveiða á laxi, skiptir þá engu máli hvort um 2“ sleggjur er að ræða, eða allra minnstu örtúpurnar. Stoltastur er ég af hönnun og þróun Frances keilunnar sem ég fullyrði að sé sterkasta alhliða laxaflugan á markaðinum í dag. ...
Í tilefni af afmælinu hef ég hnýtt afmælisflugu sem heitir einfaldlega „10 ára“ og sjá má á mynd hér til hliðar. Þessa flugu hannaði ég fyrir löngu og hef notað hana sem leynivopn í mörg ár. Flugan er einfaldlega svört frances með hvítum væng. Hún er í takt við hugmyndafræði mína sem fluguhnýtara“einfalt og veiðið” skal það vera og virkar best. "