Sögur veiðimanna eru líflegar þessa dagana: ,,Ekki leiðinlegt að byrja túrinn á 4 löxum á 2 tímum, allt á flugu... algjör gargandi snilld" segja félagar vinir okkar í Conrad sem er veiðifélag sem gerir það oft gott. Þeir sáu mikið af laxi í Stóru Laxá og fengu fínan túr. Það gerði
Geir Thorsteinsson líka, hann sendir fréttaskeyti úr Bíldsfelli: ,,Það var skemmtilegt í Bíldsfellinu í gær, einn á land, missti annann setti í tvo til viðbótar og reisti a.m.k. fimm aðra, tvisvar sennilega sami laxinn. Veðrið og félagsskapurinn góður, sem og konunglegur hádegisverður nautasteik með tilheyrandi og gott rauðvín með. Toppdagur :)." Bara ein saga af mörgum þessa dagana af bökkum ánna, en Fésbókarfólk vill vita hvað það þýðir að ,,reisa" fisk?