Langá byrjaði ágætlega í gær með 9 laxa á fyrri vaktinni. Einnig er Stóra komin með veiði á öllum svæðum og meira að segja búið að setja í tvo í Hjaldadalsá og Kolku. Húseyjarkvíslin er farin að skila laxi á Silungasvæðinu sem kemur ekki á óvart því fréttaritari Flugur.is varð var við laxa þar snemma í mánuðinum.
Rebekka Betty Gunnarsdóttur með fyrsta laxinn úr Bíldsfelli. Mynd fengin að láni af vef SVFR.
Opnunin í Soginu var merkileg fyrir þær sakir að lax veiddist á öllum svæðum samkvæmt SVFR, ekki slæm byrjun!
Það er því allt að gerast allstaðar í laxveiðinni og hafa miðlarnir vart undan að birta aflatölur og spennandi tímar framundan fyrir þá sem eiga bókaða daga í laxveiði.