6 laxar á land og allir um 80 cm, og að auki sáust stærri. "Þetta er besta opnun í talsvert langan tíma", segir á heimasíðu SVFR (www.svfr.is) um opnun svæði IV í Stóru-Laxá.
Hólmabreiða í Stóru-Laxá í Hreppum, svæði IV.
Einnig segir að mikil hreyfing hafi verið á laxinum og hann augljóslega í göngu. Spennandi tímar framundan í einhverju stórfenglegasta umhverfi sem íslensk laxveiði hefur upp á að bjóða að mati fréttaritara Flugur.is. Eitthvað er laust af leyfum næstu daga og má nálgast þau í vefsölu SVFR.