Elliðaárnar iða af laxi segja fréttir víða af og menn almenn sammála um bjartsýni fyrir sumarið. Búið er að opna teljarann og segja gárungarnir að uppselt sé í flesta góðu hylina nú þegar. Eins og alþjóð veit er Jón Gnarr nýrunninn borgarstjóri en enginn smálax og því verður forvitnilegt að fylgjast með honum á sunnudagsmorgun opna Elliðaárnar og reyna við maríulaxinn.
Mynd fengin að láni af vef Besta flokksins.
Heyrst hefur að illa hafi gengið að fá fyrri borgarstjóra til að veiða-sleppa, enda pólitíkusar almennt ekki þekktir fyrir að gefa frá sér nokkurn skapaðan hlut. En nú eru nýjir tímar og ný vinnubrögð...eða hvað?