17.júní og afmæli hjá okkur!
Flugur.is hafa starfað í 10 ár, síðan þjóðhátíðardaginn 17.júní. Við þökkum samfylgd veiðimanna alla tíð og ekki síst einstaklega gefandi og fróðleg samskipti við það samfélag sem skapast hefur kringum vefinn. Skráðir notendur flugur.is eru nær 15000. Frá upphafi hafa verið opnaðar greinar á vefnum í nær 1500000 skipti! Já, 1.5 milljónir skipta. Flugufréttir hafa komið út alla föstudaga í 10 ár, áskrifendur aldrei verið fleiri og fjölgað á krepputímum um 10%. Þakka ber ritstjórunum Þorsteini G. Gunnarssyni og Ragnari Hólm frammistöðuna við að gefa út vandað vikurit stóran hluta ævitíma Flugufrétta. Aðrir starfsmenn eru Gústaf Gústafsson fréttaritari og Sigrún Soffiía Hafstein, framkvæmdastjóri. Nú eru 1500 greinar á vefnum, helgaðar fluguveiðum. Hér er stærsti gagnabanki á Íslandi um fluguveiðar, við þökkum fyrir 10 árin og hlökkum til að halda áfram inn í nýjan áratug.
Kveðja til veiðimanna,
Stefán Jón Hafstein, stofnandi og útgáfustjóri.