,,Undur og stórmerki" skrifar Bubbi Morthens á Fésbók í gær eftir túr. ,,Norðurá er full af stórlaxi, landaði 17 punda hæng í Myrkhyl, Norðurá í morgun (gær) kl.7.37 - hann tók litla Sun Rey gáruhnút, tók annan 8 pundara á sama stað, reisti aðra tvo misti einn - allt á gáruhnútin n. Í gær komu 4 stórlaxar, kvöldið áður 2, þessir sem ég tók voru grálúsugir." Svona eiga fréttaskeyit að vera!