Fréttir eru að berast héðan og þaðan af laxveiði og gefa þær vonir um mjög gott laxasumar. Kjarrá opnaði í gær með tíu löxum landað, Þverá 6, Norðurá var í 93 í gærkvöldi og Blanda er komin yfir 100 laxa. Laugardalsá opnaði einnig í gær og settu menn í lax en misstu. Einnig misstu menn fallegan lax í Ferkjukotseyrum og Straumarnir eru farnir að gefa af sér.
8 punda maríulax úr Fjarðarhorni.
Lax er að sjást í mörgum ám sem eru ekki opnaðar ennþá eins og Brynjudalsá og Tungufljóti og eykur það enn á bjartsýnina og líklega spennandi tímar framundan.