Fréttaritari Flugur.is var staddur í Hlíðarvatni í Selvogi fyrr í dag og lenti í all sérstakri uppákomu. Svo vill nefnilega til að það var ágætis veiði í Botnavík og fram að Réttarnesi í vestanáttinni í dag. Fréttaritari byrjar að veiða og sitt hvortu megin voru eldri menn, báðir með flugustöng og veiddu sitjandi. Skyndilega fengu þeir báðir fisk svo til samstundis.
Bullandi bleikja í vestanáttinni í Botnavík!
Svo skemmtilega vill til að þeir eru báðir að verða níræðir, enda tvíburar þeir Sigurdór og Ármann og er samanlagður aldur þeirra því ansi hár og ekki beisið að lenda mitt á milli allrar þessarar reynslu. Það má líka benda á að það þarf mikla lagni til að ná þokkalegum fluguköstum sitjandi með hraunið í bakið.