Fréttaritari Flugur.is hitti Loga Kristjánsson, einn af leigutökum Flekkudalsár í Dölum um helgina. Logi hefur ásamt öðrum verið leigutaki í að verða 17 ár, eða frá 1994. Nú fer Flekkudalsá í útboð á næstunni og eru sjálfsagt margir spenntir fyrir þessari perlu fyrir vestan. Áin hefur verið að skila frá 210-280 löxum á sumri, eða að meðaltali um einum laxi á hverja stöng á dag. 3 stangir eru leyfðar á hverjum tíma.
Logi Kristjánsson einn leigutaka Flekkudalsár.
Flekkudalsá telst sjálfbær á í dag, það er að segja að engar seiðasleppingar eiga sér stað. Í viðtalinu fer Logi yfir það sem stendur upp úr á þeim árum sem liðin eru frá því núverandi leigutakar tóku við ánni.
Smellið á myndbandið hér fyrir neðan til að spila viðtalið.
Taka má fram fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa leyfi í Flekkudalsá þá eru eftirfarandi tímabil laus, en greinilegt er að vel gengur að selja í þessa á.
Lausir eru dagarnir 4.-6. og 6.-8. júlí, auk 4.-6, 8 og 10. september. www.agn.is selur veiðileyfin í Flekkudalsá.