Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun var mesta veiði í laxveiðiám frá upphafi árið 2008 en þar á eftir kemur árið 2009. Alls veiddust á síðasta ári 74.408 laxar á stöng. Stórlaxar reyndust 11,9% aflans eða 8.834.
Bjarni Júlíusson í opnun Norðurá 2010. Fyrsti laxinn var stórlax, 80 cm.
Jafnframt segir í grein Veiðimálastofnunnar að heildar netaveiðiaflinn á síðasta ári hafi verið 9.607 laxar og þar af 1.322 stórlaxar. Mesta veiðin í net er í stóru jökulánum á Suðurlandi, Þjórsá, Ölfusá og Hvítá.
Einnig kemur fram að netaveiðin á laxi hafi aukist um 2,2% milli ára sem hlýtur að teljast neikvæð þróun fyrir okkur fluguveiðimenn.
Flestir laxar í net veiddust í Þjórsá, samtals 5.034 laxar. Nánari upplýsingar má finna á vef Veiðimálastofnunnar (www.veidimal.is)