Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiheimi fer fram fluguveiðiskóli fyrir unglinga og krakka á aldrinum 10-17 ára í sumar. Kennt verður allt í fluguveiðinni, fluguköst, hnýtingar, hnútar, öryggi í veiði, sem og frágangur á búnaði og afla.
Námskeiðin fara fram upp við gamla Elliðavatnsbæinn og eru 4 tímar á dag ýmist 3-5 dagar. Allar græjur og búnaður er til staðar.
Einnig verður boðið upp á kvöldskóla fyrir fullorðna. Það verða þrjú kvöld í viku og þrír tímar í senn frá 18:00-21:00.
Bókanir fara fram í síma 692-2376 og með tölvupósti á namskeid@veidiheimur.is. Frekari upplýsingar má finna á www.veidiheimur.is.