Fréttaritari Flugur.is var viðstaddur opnun Norðurá og fylgdist með stjórnarhollinu fyrri part dags. En þrátt fyrir ágætis takta þá var lítið í gangi við Laxfoss þar sem áin var opnuð. Síðan bárust fljótt fréttir af fyrsta laxinum, en það var Bjarni Júlíusson fyrrv. formaður SVFR sem náði honum í Myrkhyl, þeim magnaða veiðistað.
Það var samt nóg af laxi við Laxfoss en hann var bara ekki í tökustuði, á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Bernhard A. Petersen stjórnmarmann í SVFR vaða út að Klingenberg, takið vel eftir ofarlega hægra megin á myndbandinu.