Árnar Norðurá og Blanda opnuðu með pompi og prakt í gær og gekk misvel. Norðurá endaði í 5 löxum en Blanda skilaði heldur meiru, eða samtals 22 löxum sem verður að teljast frábær opnun og vonandi vísir að góðu sumri.
Fréttaritari flugur.is tók viðtal við Þórarinn "Tóta" Sigþórsson um 6 leytið í gær og spáði hann þá 22 laxa opnun í Blöndu og hitti hann þar naglann á höfuðið, spurning hvort hann hafi hætt að veiða þegar talan var komin?
Þórarinn með vænan Blöndulax úr opnuninni í gær.