"Hátt í 70 bleikjur og 3 vænir urriðar og við hættum klukkan hálf þrjú í dag og veiddum aðeins í nótt líka, en alveg frábær veiði á ekki lengri tíma en þetta", ef haft eftir veiðimönnum sem voru að koma úr Selvatni um miðjan daginn í dag. Vatnið kraumaði af fiski þegar sólin fór að skína og þeir veiddu á allt sem prófað var, púpur, þurrflugur og votflugur.
Selvatn um tvö leytið í dag.
"Það var mikil þoka í gærkvöldi þegar við fórum upp á heiðina, við reyndum aðeins að veiða í nótt, en það var kalt og maður sá varla 10 metra fram fyrir sig, samt fékk ég 3 góða og veiðifélagi minn eina 5, en það fór allt af stað í morgun þegar sólin byrjaði að skína, vatnið bókstaflega kraumaði af fiski og það var alveg sama hvað við prófuðum, þær tóku allt".
"Við slepptum svona helmingnum enda löngu búnir að fá okkar skammt, en alveg frábærlega gaman", sagði kátur veiðimaður við fréttaritara Flugur.is.