Stjórn SVFR opnaði formlega Norðuránna kl. 07 í morgun og var byrjað samkvæmt hefð á Brotinu í Laxfossi. Fyrsti laxinn kom hins vegar á land í Myrkhyl á fluguna Avatar eftir Óskar Pál Sveinsson, en flugan ber keim af lit innfæddra í hinni gríðarlega vinsælu ævintýramynd sem ber sama nafn. Bjarni Júlíusson fyrrv. formaður SVFR setti í fyrsta laxinn og var það 80 cm hrygna.
Bjarni Júlíusson með glæsilega 80 cm hrygnu, fyrsta fisk ársins í Norðurá 2010.
Stuttu síðar setti Þórdís Klara Bridde, eiginkona Bjarna í 73 cm hrygnu á tommu Sun Ray Shadow með flotlínu, einnig í Myrkhyl.
Þórdís Klara Bridde með 73 cm hrygnu.
Þar á eftir kom lax á land á Stekknum og var það annar fyrrverandi formaður SVFR, Jón G. Baldvinsson sem átti heiðurinn af honum, 73 cm hrygna sem tók Kolskegg flottúpu.
Jón G. Baldvinsson með 73 cm hrygnu.
Gylfi Gauti Pétursson stjórnarmaður í SVFR fullyrðir að þetta sé minnsta vatn sem sést hefur í opnun Norðurár en dagurinn er bara hálfnaður og það er lax úti um alla á.
Viðtal við Jón G. Baldvinsson árnefndarformann Norðurár.